Fararstjóri
Bjarni Már hefur unnið reglulega sem fararstjóri fyrir Ferðafélagið síðan 1997 þegar hann fór sína fyrstu ferð yfir Fimmvörðuháls. Síðan þá hefur hann leiðsagt í margvíslegum ferðum og seinni árin einkum í jöklaferðum og styttri gönguferðum.
Í nokkur sumur vann Bjarni einnig við sigla með fólk niður Hvítá í flúðasiglingum. Síðustu ár hefur hann stundað hjólreiðar af miklu kappi og hefur verið formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur síðan 2016.
Bjarni gekk ungur í Hjálparsveit skáta í Kópavogi þar sem hann hlaut sína þjálfun í fjalla- og ferðamennsku. Frá blautu barnsbeini hefur hann verið ákafur áhugamaður um landa- og jarðfræði.
Bjarni er hagfræðingur að mennt og spilar á bassa í hljómsveitinni Krummafótur sem fæstir þekkja.
Kaffi og súkkulaði.
Þórsmörk og Fjallabak.