Fararstjóri
Björg Eva hefur verið fararstjóri fyrir FÍ í um tvo áratugi. Fyrst með Þjóðlendugöngur í Gnúpverjahreppi, þar sem gengið var eftir markalínum ríkisins þar sem þjóðlendur áttu að taka við af eignarlöndum bænda. Seinna í Fossagöngu að stórfossum Þjórsár á Gnúpverjaafrétti í samstarfi við Sigþrúði Jónsdóttur. Sú ganga á sér óslitna sögu frá árinu 2003.
Uppeldi í sveitinni, reynsla af smölun og fjallferðum á hesti og sterk tengsl við náttúruna á landsvæðinu er sú þekking sem Björg Eva býr að í ferðum um Gnúpverjahrepp og afréttinn. Seinna bættist við náttúruverndarbarátta í Sól á Suðurlandi sem snýr að verndun Þjórsár.
Ferðalög um Norðurlönd eru viðfangsefni og atvinna Björgu Evu sem skipuleggur ferðir, fundi og dagskrá átta vinstri flokka í Norðurlandaráði, með það að markmiði að kynna flokksmönnum samfélag, atvinnulíf og menningu á ýmsum stöðum á Norðurlöndum.
Göngupils sem Sigþrúður ferðafélagi Björgu Evu prjónaði handa henni í afmælisgjöf.
Þau eru þrjú: Besseggen i Jotunheimen i Noregi, Hestfjallahnjúkur og Þjórsá.