Fararstjóri

Einar Ragnar Sigurðsson

Einar Ragnar Sigurðsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 899 8803

Einar Ragnar hefur þvælst um alls konar fjöll og óbyggðir eins lengi og hann man eftir sér. Í stórum hópum, litlum hópum, með fjölskyldunni, félögum sínum eða bara einsamall.

Fjallaáhuginn er á köflum mjög jarðfræðitengdur og til að vita sínu viti í þeim efnum hefur Einar Ragnar verið að mennta sig á sviði jarðvísinda. Jarðfræðipistlar og vangaveltur um jarðfræðileg fyrirbæri fylgja því gjarnan með í ferðum sem hann tekur þátt í.

Hjá Ferðafélagi Íslands hefur Einar Ragnar verið einn af fararstjórum í verkefninu Eitt fjall í mánuði, Þrautseigum, Léttfeta og Fótfráum ásamt tilfallandi þátttöku í öðrum ferðum. Formlega fjallamenntun sína hefur hann svo í grunninn í gegnum þjálfun hjá Hjálparsveit Skáta í Reykjavík. Einar er með gilt WFR skyndihjálparskírteini.

Dagsdaglega gefur Einar Ragnar sig þess utan út fyrir að vera verkfræðingur með sérþekkingu á gæðastjórnunarkerfum og öryggisstjórnun og leyfir Deloitte að njóta þeirra starfskrafta.

Ómissandi í bakpokann

Jarðfræðikortið og feltbók jarðfræðinördsins.

Uppáhalds leiksvæði

Kann best sig á fjöllum norðan Mýrdalsjökuls, sunnan Langjökuls og norðan Vatnajökuls.