Fararstjóri

Guðný Sigurðardóttir

Guðný Sigurðardóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 863 5010

Fædd og uppalin í Kálfshamarsvík á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu, varð snemma nothæf sem bæði kúarektor og fjárhirðir þegar fæturnir fóru að bera mig hraðar yfir, hef alla tíð verði mikil fyrir útiveru og nýtt mér hana til heilsueflingar. Skagaheiðin var mitt útivistasvæði á uppvaxtaárunum, gangandi, hlaupandi eða á hestum, nú og svo þótti mér ekki leiðinlegt að leggja net fyrir silung í eitthvert af fjölmörgum vötnum sem á Skagaheiðinni eru.

Þegar ég flutti á SV hornið snemma á þessari öld fór ég að líta hýru auga til fjalla og fella í nágrenninu og einnig að taka þátt í göngum með skipulögðum gönguhópum þar á meðal hjá Ferðafélagi Íslands, sem hefur svo leitt það af sér að árið 2021 er ég ein af fararstjórum í verkefninu Léttfeti, Fótfrár og Þrautseigur. Einnig eru hjólreiðar í miklu uppáhaldi og þá á fjallahjóli um allskonar vegi og vegleysur. Gott að hafa fjölbreyttni í hreyfingunni.

Endurnýjaði nýlega kynni mín af því að starfa í björgunarsveit og hef lokið tveggja ára nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík HSSR,

Hef fengist við ýmislegt um ævina en lengst af við eiginn atvinnurekstur meðan ég bjó á Blönduósi. Nú vinn ég skrifstofuvinnu, eftir inniveru og setu fyrir framan tölvu er ekkert betra en skottast eins og eina ferð á Esjuna eða Úllann til að blása úr nös og koma hreyfingu á blóðið.

Ómissandi í bakpokann:

Sjúkrataska og heitt te.

Uppáhalds leiksvæði:

 Kálfshamarsvík og Esjan