Fararstjóri

Hjalti Björnsson

Hjalti Björnsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 824 7620

Hjalti er fagmenntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskólanum á enska, norska og íslenska tungu og útskrifast árið 2006 sem gönguleiðsögumaður og árið 2007 sem almennur leiðsögumaður. Hann hefur unnið sem leiðsögumaður hjá ýmsum ferðaskrifstofum frá 2007. Hjalti hefur starfað sem fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands síðan 2010. Hann er umsjónamaður gönguhópana FÍ Alla leið síðan 2013 og FÍ Alpahópsins sem byrjarði 2024 í núverandi mynd. Einnig er Hjalti fararstjóri í fjölda vinsæla ferða á vegum Ferðafélags Íslands.


Hjalti var tekinn inn í Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík 2010. Hann hefur tekið fjöldamörg námskeið í útivist og fjallamennsku: Ferðamennski og rötun, félagabjörgun í klifri, grunnn- og framhaldsnámskeið í fjallabjörgun, fjallamennska 1 og 2, fyrstu hjálp 1 og 2, ísklifur 1, klettaklifur 1, kúrs í rötun og kortalestri, leitartækni, næturrötun, rötun með áttavita og GPS, námskeið í meðferð slöngubáta, snjóflóðanámskeið 2, snjóflóð og snjóflóðamat, snjóhús og skýli, sprungubjörgun, námskeið um aðkomu að flugslysi, stjórnun björgunartækja, veðurfræði og jökla, með gildt Wilderness first responder (WFR) 2023. Þverun straumvatna og öryggisnámskeið Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Ómissandi í bakpokann

Áttaviti og kort.

Uppáhalds leiksvæði

Lónsöræfi.