Fararstjóri

Ingibjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Jónsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti

Ég er Seyðfirðingur og veit fátt notalegra en að dvelja þar í faðmi hárra fjalla. Ég ólst upp við að takast á við óspillta náttúru. Í æsku voru fjöllin leiksvæði þar sem dvalið var heilu dagana við leik á sumrin og skíðað á veturna. Ég hef óbilandi áhuga á allri útivist og nýt allra stunda sem gefast úti í náttúrunni. Ég er á þeirri skoðun að hreyfing og útivist og nándin við náttúruna geti stuðlað að slökun og andlegri heilbrigði, ekki síst fyrir þá sem eru hlaðnir oki í amstri hverdagsleikans. Ég er leikskólakennari og starfa í dag sem leikskóla- og rekstrarstjóri í leikskóla í Suðurnesjabæ. Útskrifaður leiðsögumaður úr MK 2023.

Ómissandi í bakpokann:

Ullarföt til skiptanna og góð blanda af nasli.

Uppáhaldsleiksvæði:

Heimahagarnir.