Starfsmaður

Jóhannes Ellertsson

Jóhannes Ellertsson

Þúsundþjalasmiður

Starfsheiti
568 2533

Jóhannes er fæddur og uppalinn að Meðalfelli í Kjós og vann við sveitastörf áður en hann flutti til Reykjavíkur og gerðist bílstjóri hjá Vestjarðaleið.

Jóhannes hefur ferðast mikið um Ísland og þeir eru fáir staðirnir á landinu sem hann hefur ekki heimsótt. Hann er mikill brautryðjandi og var til dæmis með þeim fyrstu að ferðast um jöklana á snjósleðum.

Jóhannes fór sína fyrstu ferð fyrir Ferðafélag Íslands vorið 1959 og hefur verið tengdur félaginu síðan þá. Hann eignaðist fyrirtækið Vestfjarðaleið árið 1978 og sá um allan akstur fyrir FÍ  allt til ársins 2002. Í dag vinnur Jóhannes við að þjónusta skála Ferðafélagsins

Ómissandi í bakpokann

Slátur, ennisljós, og snærisspotti.

Uppáhalds leiksvæði

Sumarbústaðurinn í Kjósinni og Þórsmörk.