Fararstjóri

Jón Einarsson

Jón Einarsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 895 8037

Jón er fæddur í Reykjavík en uppalinn á Seyðisfirði á milli hárra fjalla sem var leiksvæði hans alla bernskuna. Hann nýtti þau meðal annars til skíðaiðkunar, svifdrekaflugs og til rjúpnaveiða. Einnig var sjórinn stundaður á alls kyns kænum og prílað í björg til eggjatöku.

Jón lauk atvinnuflugmannsprófi 1988 og hefur starfað á ýmsum flýgildum innanlands og utan síðan þá, en er núna flugstjóri hjá Icelandair. Meðfram fluginu vann Jón lengi við smíðar og lauk sveinsprófi í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík.

Jón hefur tekið þátt í mörgum fjallaverkefnum hjá FÍ undanfarin ár og sótt námskeið og er að feta sig af stað sem leiðsögumaður hjá FÍ og Ferðafélagi barnanna.

Helstu áhugamál Jóns utan fjölskyldunnar eru útivist af ýmsum toga, sjósókn, bókmenntir og smíðar.

Ómissandi í bakpokann

Snikkers og sviðasulta.

Uppáhalds leiksvæði

Faxaflóinn, Öræfasveitin og Helgafellið í Hafnarfirði.