Fararstjóri

Jón Örn Guðbjartsson

Jón Örn Guðbjartsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 6990662

Jón Örn er fæddur í Reykjavík og ólst upp í Bústaðahverfinu og á Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði. Hann fékk því vestfirska náttúru beint í æð á sama tíma og hann rak kýrnar á engjar og smalaði fé á fjöllum í landi Kaldbaks.

Jón Örn er alvarlega smitaður af fjallabakteríu og hefur engan áhuga á lækningu. Hann hefur gengið á fjöll frá blautu barnsbeini og fór í sína fyrstu ferð á einn hæsta tindinn í Haukadal - einn síns liðs á gúmmískóm á áttunda aldursári.

Jón Örn er með meistaragráðu í íslenskum bókmenntum og aðra í almanntengslum og MBA-gráðu að auki. Hann starfar sem vísindamiðlari við Háskóla Íslands og gaukar því endalausum fróðleik til samferðarmanna um allt milli himins og jarðar. Jón Örn hefur verið í fararstjórn hjá Ferðafélaginu frá árinu 2012. Hann hefur gengið um Hornstrandir undanfarin tuttugu ár og þekkir því afar vel til í friðlandinu.

Vísindi, víðerni, göngur með fjallahvuttann Krumma, ljósmyndun og kvikmyndagerð eru helgustu áhugamál Jóns Arnar en hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir vísindamiðlun á síðustu árum og áratugum.

Ómissandi í bakpokann:

Öryggið er í öllum hólfum og ullarvettlingar ef vel er leitað.

Uppáhalds leiksvæðið:

Hornstrandir og öll undrafjöllin í nágrenni höfuðborgarinnar.