Fararstjóri
Jónatan Garðarsson er alinn upp í Hafnarfirði og var í sveit á Snæfellsnesi. Gönguferðir, náttúrskoðun og útivist voru hluti af uppeldinu ásamt skíðamennsku og sundi. Hann fékk snemma áhuga á landafræði, sögu, hverskonar fróðleik og félagsmálum. Jónatan hefur ferðast vítt og breitt um landið áratugum saman en Reykjanesskaginn og nærumhverfi eru honum einkar hjartfólgin, en einnig margir aðrir staðir á landinu.
Jónatan er fjölmiðlamaður sem hefur unnið í útvarpi og sjónvarpi, fengist við skrif um tónlist fyrir dagblöð og tímarit, sinnt tónlistarútgáfu og fyrirlestrahaldi og annast allskonar fræðslu um örnefni, menningu og mannlíf. Hann tók snemma að sér fararstjórn hópa og einstaklinga, erlendra og innlendra hér heima og hefur farið með hópa tónlistarfólks í ferðir á erlendri grund.
Vatnsbrúsi og nærandi nesti
Krýsuvík og Snæfellsnes