Fararstjóri

Katrín Helgadóttir

Katrín Helgadóttir

Fararstjóri

Starfsheiti

2005 fór Katrín í sína fyrstu hálendisgöngu með nokkrum vinkonum Laugaveginn og var bara ekki aftur snúið. Frá þeim tíma hefur hún verið heilluð af fjöllunum, giljum og fossum sem alls staðar er að finna bæði á Íslandi og erlendis. Þar sem hún bjó erlendis þá, ákvað hún að taka leiðsögunám í Endurmenntun Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2014. Þá fannst henni vanta verklega reynslu á fjöllum og skráði hún sig því í 52 fjöll hjá FÍ sem reyndist henni mjög vel. Eftir það gekk hún í Hjálparsveit skáta í Garðabæ þar sem hún starfar enn í dag.

Katrín starfar með Kvennakrafti hjá Ferðafélaginu og Þjóðleiðum og nýtur þess afar vel. Katrín elskar að stunda yoga, hjóla, synda og skíða og þá sérstaklega gönguskíði. Henni finnst mikilvægt að njóta en ekki þjóta og að leggjast varlega í mosann og draga djúpt inn andann toppar allt.

Annars er Katrín lífeindafræðingur, listmálari og hefur tekið þátt í fjáröflunum Team Rynkeby fyrir Umhyggju 4 sinnum en sá hópur fólks hjólar 1300km frá Danmörku til Parísar á 8 dögum ár hvert.

 

Ómissandi í bakpokann:

Snickers bitar, ferskt mangó og heitur drykkur.

Uppáhalds leiksvæði:

Íslensk gil, skóar og fossar.