Samskiptastjóri
Lilja Rut hefur alltaf haft ævintýraþrá í blóðinu. Sem barn ferðaðist hún mikið og sótti í jeppaferðir með föður sínum. Þegar hún var aðeins 10 ára gömul, gekk hún Laugaveginn með fjölskyldu sinni, sem var ógleymanleg upplifun.
Hún hefur starfað hjá Ferðafélagi Íslands síðan 2008 og sinnt ýmsum störfum innan félagsins, fyrst í afgreiðslu og sem ferðafulltrúi og nú síðast sem samskiptastjóri. Lilja hljóp einnig í skarðið sem skálavörður þegar þörf var á afleysingum.
Lilja Rut er meðlimur í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Hún útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu frá Háskólanum á Bifröst árið 2022.
Vatn og súkkulaði.
Fjallabak.