Fararstjóri
Matthías, eða Matti eins og hann er kallaður, byrjaði að stunda fjallamennsku 16 ára gamall í björgunarsveitinni Ingólfi. Þar starfaði hann í fjölda ára og lauk öllum þeim námskeiðum sem tilheyra því starfi og var m.a. í undanfarahóp um 10 ára skeið. Vetrarferðamennska var ær og kýr Matta en síðar meir opnuðust heimar hálendisins að sumri til.
Matti hefur þvælst um Ísland fótgangandi, í jeppamennsku og gekk þvert yfir landið á gönguskíðum fyrir allnokkrum árum síðan. Honum hefur þó ekki dugað að ferðast um íslensk fjöll heldur hefur klifið Denali í Alaska og Mt. Blanc og Matterhorn í Ölpunum.
Í frítíma sínum nú ferðast Matti með fjölskyldu sinni um landið, fer með félögum sínum á fjallaskíði þar sem Tröllaskaginn er í uppáhaldi og hefur tvívegis tekið þátt í Landvættaverkefni FÍ og hlaupið ýmis utanvegahlaup.
Matthías er starfandi tannlæknir í Reykjavík og býr með fjölskyldu sinni við Elliðavatn með Heiðmörkina í bakgarðinum.
Áttaviti og suðusúkkulaði.
Hálendið eins og það leggur sig.