Fararstjóri

Örvar Aðalsteinsson

Örvar Aðalsteinsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 899 3109

Örvar fór að stunda útivist á unglingsaldri með skátunum og í Hjálparsveit skáta. Hann hefur ferðast mikið hér heima og farið í ótal fjallaferðir og einnig lagt leið sína í Alpana og klifið þar tinda.

Útivist hvers konar eru Örvars ær og kýr: Fjallgöngur, bakpokaferðir, gönguskíði, fjallaskíði og hjólreiðar. Saga, menning og þjóðfræði eru einnig hans áhugamál sem og tónlist en hann grípur í hljóðfæri sér til hugarhægðar.

Örvar er menntaður trésmiður og slökkviliðsmaður og starfar sem verkefnisstjóri hjá forvarnasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur starfað sem leiðsögumaður frá árinu 2010. Hann sér nú um skipulag gönguverkefna hjá Ferðafélagi Íslands og er fararstjóri í krefjandi ferðum á öllum árstímum. Einnig hefur hann kennt skyndihjálp í óbyggðum og fjallamennsku fyrir ferðamenn.

Ómissandi í bakpokann

GPS tæki og karrígula ógeðið (gömul lúin lambhúshetta).

Uppáhalds leiksvæði

Að kanna nýjar leiðir og ferðast um fáfarnar slóðir og fjöll hvort sem er á fæti, skíðum eða hjóli.