Fararstjóri

Pétur Bjarnason

Pétur Bjarnason

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 8972669

Pétur ólst upp í sveit í Skagafirðinum, en flutti undir tvítugt til Reykjavíkur. Hann fór í gegnum nýliðaprógram í björgunarsveitinni Ingólfi, síðar Ársæli. Þar starfaði hann í nokkur ár og lauk öllum þeim námskeiðum sem tilheyra því starfi og var m.a. í stjórn sveitarinnar um skeið.

Pétur hefur til fjölda ára skipulagt og séð um gönguferðir víða á Íslandi og einnig erlendis.

Helstu áhugamál Péturs í útivistinni eru svig-, göngu- og fjallaskíði, götu- og fjallahjólreiðar, utanvegahlaup ásamt fjallgöngum. Hefur tekið þátt í Laugarvegshlaupum, ásamt ýmsum öðrum hlaupum meðal annars MAXI race fjallamaraþonið í Annecy í Frakklandi. Einnig tekið þátt í WOW keppninni og fleiri hjólreiðakeppnum. Ferðalög um Ísland og allur fróðleikur um landið og örnefni þess eru Pétri hugleikin. Búinn að ganga margar helstu gönguleiðir landsins, sumar oft og alltaf má bæta við.

Pétur er menntaður húsasmiður, með meistaragráðu í byggingaverkfræði og starfar á verfræðistofunni Cowi, en býr með Úlfarsfellið í bakgarðinum. Hefur verið félagi í FÍ Alla Leið frá því vorið 2022 og er nú í hópi fararstjóra hjá FÍ.

Ómissandi í bakpokann

Gott nesti, derhúfa og sólgleraugu.

Uppáhalds leiksvæði

Erfitt að velja eitt, en Fjallabak, Öræfin og Vestfirðir koma sterk inn.