Fararstjóri
Pétur er uppalinn á Álftanesi þar sem lítið er um fjöll og háa tinda. Þar eru hinsvegar sögustaðir, herminjar og fornar götur sem snemma vöktu áhuga.
Pétur nam arkitektúr við háskólann í Toronto í Kanada og stundaði framhaldsnám í sömu grein við Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur ferðast víða með Ferðafélagi Íslands og verið virkur í starfi Hornstrandafara. Sérsvið hans á sviði leiðsagnar eru borgargöngur í Reykjavík og nágrenni.
Á láglendinu starfar Pétur sem sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands auk þess að sinna sjálfstæðum hönnunar- og rannsóknarverkefnum, bókarskrifum og dagskrárgerð um íslenska byggingar- og skipulagssögu.
Plastað kort af gönguleiðinni sem þolir vind og regn.
Fellin á nágrenni Reykjavíkur, Hornstrandir og fjallið Þríhyrningur í Rangárþingi.