Fararstjóri

Reynir Traustason

Reynir Traustason

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 820 5200

Reynir Traustason býr í Mosfellsbæ í skjóli Úlfarsfells. Hann er fæddur á Búrfelli í Hálsasveit en alinn upp á Flateyri frá fimm ára aldri. Hann var sjómaður í 25 ár, með skipstjórnarréttindi á öll fiskiskip og starfaði sem skipstjóri til ársins 1994. Þá var hann formaður í hagsmunafélagi skipstjóra og stýrimanna á Vestfjörðum í sex ár.

Reynir var blaðamaður og ritstjóri frá 1994-2017. Ritstjóri á tímaritinu Mannlífi, tímaritinu Ísafold og DV, blaðamaður á Stundinni og sjálfstætt starfandi rithöfundur sem hefur skrifað tíu bækur. Sú nýjasta er Þorpið sem svaf sem kom út árið 2018.

Reynir hefur gengið á rúmlega 1700 tinda síðan árið 2011, þar af 1100 sinnum á Úlfarsfell. Hæsta fjallið sem hann hefur gengið á er Mont Blanc sem hann toppaði árið 2013. Hann tók þátt í 52ja fjalla verkefni Ferðafélags Íslands og hefur leitt, ásamt fleirum, lýðheilsuverkefnið Fyrsta skrefið og Næsta skrefið.

Reynir hefur síðustu ár starfað sem skálavörður í Norðurfirði á Ströndum og starfað sem fararstjóri í sérferðum Ferðafélags Íslands á Ströndum og Vestfjörðum.

Ómissandi í bakpokann

Suðusúkkulaði og þæfðu ullarvettlingarnir frá Dóru.

Uppáhalds leiksvæði

Úlfarsfellið í fyrsta sæti en Strandafjöll í víðara samhengi.