Fararstjóri
Rósa Sigrún er myndlistarkona, fædd á Fremstafelli í Ljósavatnshreppi árið 1962 og ólst þar upp við almenn sveitastörf og ást á öræfum landsins.
Mamma Rósu las árbækur FÍ og ferðaðist í huganum því annir búskaparins leyfðu oftast aðeins stuttar ferðir. Rósa hefur hins vegar lengi ferðast um Ísland, bæði vetur og sumar og þekkir landið okkar vel.
Rósa Sigrún hefur fengist talsvert við gönguleiðsögn fyrir FÍ og tók meðal annars þátt í umsjón 52ja fjalla verkefnis Ferðafélagsins í 6 ár. Hún hefur sótt ýmis námskeið á vegum FÍ, svo sem snjóflóðanámskeið, sprungubjörgunarnámskeið, rötunarnámskeið og sérhæft GPS námskeið, ásamt fjallaskyndihjálparnámskeiði.
Rósa er með gilt WFR skyndihjálparskírteini og fyrsta stigs jöklaréttindi, samkvæmt þjálfunarkerfi íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þá er Rósa Sigrún með meirapróf og vinnur að hluta til sem ökuleiðsögukona með erlenda ferðamenn.
Vettlingarnir sem mamma hennar prjónaði.
„Æi, þetta er allt dásamlegt.“