Fararstjóri

Selma S. Malmquist

Selma S. Malmquist

Fararstjóri

Starfsheiti

Selma er borin og barnfæddur Akureyringur sem hefur alltaf haft unun af því að vera á hreyfingu. Handboltinn tók mestann tíma framan af en þegar honum sleppti tók við ýmiskonar fjallabrölt á hjóli, skíðum eða tveimur jafnfljótum.

Selma er menntaður kennari og lögreglumaður en það var í hálendisgæslu hjá lögreglunni sem hún smitaðist endanlega af fjalla bakteríunni. Selma hefur reynt að verja eins miklum tíma og hún mögulega getur til fjalla síðustu ár meðal annars við skálavörslu í Dreka, Herðubreiðarlindum og Laugafelli.

Selma stefnir á útskrift úr Fjallamennskunámi FAS í maí 2023 og áframhaldandi nám í fjallamennsku næsta haust.

Ómissandi í bakpokann:

Hnetur og súkkulaði

Uppáhalds leiksvæði:

Tröllaskagi og hálendið norðan Vatnajökuls