Fararstjóri
Sigurjón hefur flakkað um Ísland og umheiminn nánast frá fæðingu, fyrst með föður sínum og síðan eiginkonu sinni og ævifélaga. Hann hefur sérstaklega ferðast um hálendi Íslands og þá á öllum árstíðum og með ýmsu móti svo sem gangandi, ríðandi, í bíl, á fjórhjóli, á reiðhjóli, vélsleðum og kayak. Þá hefur Sigurjón einnig ferðast víða erlendis svo sem um Alaska, Afríku, Grænland og Víetnam. Sigurjón hefur ásamt eiginkonu sinni farið þrjá og hálfan hring um Ísland á reiðhjólum, einnig frá Flórída til Kaliforníu, frá Kanada til Mexíkó og Flórída til New York.
Sigurjón er viðskiptafræðingur frá HÍ og er með MBA frá New York University. Hann var í fyrsta árgangi Leiðsöguskólans árið 1974 og fór síðan í hann á nýjan leik árin 2013/2014 og lauk prófi með hæstu einkunn í árganginum.
Sigurjón stjórnaði fyrirtækjum sem framkvæmdastjóri og forstjóri í um 40 ár. Hann hefur mikinn áhuga á og ætlaði upphaflega í jarðfræði- eða fuglafræði en starfar nú sem ljósmyndari og leiðsögumaður og hefur yndi af því að undirbúa næstu ferð.
Farsíminn.
Langisjór.