Yfir skálavörður
Sigurlaug sem er kölluð Sóla ferðaðist mikið með með fjölskyldu sinni á hálendi Íslands sem barn, þar var lagður grunnur af náttúruást sem hefur fylgt henni æ síðan.
Sóla hóf störf hjá Ferðafélagi Íslands 2006 sem skálavörður í Hvanngili.
Ellefu sumur var Sóla í skálavörslu í hinum ýmsu skálum lengst af í Nýjadal og kom oft ekki til byggða fyrr en í lok september.
Sóla er lærður myndhöggvari, tók Leiðsögumannapróf árið 2009 síðar landvarðarréttindi og er loksins orðin langferðabílstjóri.
Sóla er yfirskálavörður og sér um allt sem við kemur skálavörðunum. Sóla hefur unnið á skrifstofu FÍ frá ársbyrjun 2023
Bestu stundirnar eru í fjallasal með hundinum Heklu sem víða hefur farið.
Hálendið á stórt pláss í hjarta Sólu og landið okkar milli fjalls og fjöru eru hennar leiksvæði.
Suðusúkkulaði og ósk um að geta hellt uppá lútsterkt kaffi, þá verður dagurinn enn betri.