Fararstjóri
Sofia er fædd og uppalin norður í landi á stóru sauðfjárbúi foreldra sinna. Hún hneigðist snemma til útiveru og er alin upp í faðmi afa síns sem rölti með henni um grundir sveitarinnar og fræddi um lífríkið í umhverfinu. Snemma fóru hálendið og fjöllin að kalla til hennar og útivist almennt og tjaldferðalög og göngur tóku við af sveitastörfunum. Hún hefur stundað lengri og skemmri bakpoka- og tjaldferðir frá unglingsárum og hefur því gengið töluvert um bæði láglendi og hálendi landsins.
Sofia hefur gengið frá vormisseri 2022 með hópnum FI Alla leið. Hún er ný í hópi fararstjóra hjá Ferðafélaginu.
Sofia er með meistarapróf í kennslufræðum og kennir unglingum í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Hún vinnur í að viða að sér frekari fróðleik og sækja námskeið á sviði ferðamennslu.
Ullin, öryggisbúnaður og döðlur.
Flest svæði þar sem steinsteypa og malbik eru víðsfjarri.