Fararstjóri

Steinunn Leifsdóttir

Steinunn Leifsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 865 4364

Steinunn hefur verið tengd Ferðafélaginu frá barnæsku, er í raun fædd inn í félagið. Því fór hún snemma að ganga Laugaveginn og Fimmvörðuháls með foreldrum sínum og rétt eftir tvítugt varð hún hluti af fararstjórahópi félagsins.

Að afloknu stúdentsprófi var Steinnunn tvö ár í Noregi. Þess vegna hefur það verið hennar hlutskipti að leiða hópa sem hingað hafa komið á vegum norska ferðafélagsins og hefur þá alltaf verið afar stolt af fjöllunum að Fjallabaki.

Steinunn er íþróttafræðingur og bæði sú menntun sem og reynsla á fjöllum hefur komið sér vel í starfi fyrir FÍ. Árið 2014 átti hún þátt í að koma á fót göngu- og heilsuverkefninu „Biggest Winner,“ og hefur starfað sem þjálfari og fararstjóri verkefnisins.

Ómissandi í bakpokann

Hnetur, húfa og GPS tæki.

Uppáhalds leiksvæði

Fjöllin sem blasa við áður en gengið er suður að Álftavatni á Laugaveginum.