Fararstjóri

Þóra Björk Hjartardóttir

Þóra Björk Hjartardóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 847 0506

Þóra hefur alltaf haft gaman af því að vera úti að leika en útivist af alvöru fór hún ekki að stunda fyrr en eftir að hafa heillast af lestri árbókar FÍ um Hornstrandir. Eldskírnina hlaut hún þar sumarið eftir í bakpokaferð með FÍ í sumarfannfergi.

Eftir það var ekki aftur snúið og nú hefur Þóra þrammað í aldarfjórðung um fjöll og firnindi Íslands hátt sem lágt, aðallega á tveimur jafnfljótum en einnig á skíðum og hjólandi. Þjóðleiðir, fjallstindar og jöklar: Allt er þetta jafnheillandi. Einnig hefur Þóra gengið um fjalllendi í Ölpunum, á Ítalíu, Spáni og Tenerife og líka hjólað þar út og suður.

Þóra er með landvarðarréttindi og hefur starfað sem landvörður á Hornströndum og Snæfellsnesi. Einnig er hún útskrifaður gönguleiðsögumaður frá Leiðsöguskólanum og hefur leiðsagt í ferðum á vegum FÍ.

Þóra er málfræðingur að mennt og starfar við Háskóla Íslands þar sem hún lýkur upp leyndarmálum íslenskrar málfræði fyrir erlendum stúdentum og rannsakar hvernig við tölum saman.

Uppáhalds leiksvæði

Hornstrandir og vettvangur Skaftárelda.

Ómissandi í bakpokanum

Litli kíkirinn og rauða sessan.