Minjavörður
Þórunn er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, í Ögurvík (Odda) vestan megin Djúps. Náttúrufegurð, forvitnileg fjöll og óspillt náttúra voru alltaf í augsýn og áhugi á að kanna hvað væri hinum megin við fjöllin vaknaði og hefur haldist síðan. Það tíðkaðist í fjölskyldunni að „leggja land undir fót“ og það mótaði Þórunni.
Þórunn er stúdent frá MR 1953 og stundaði framhaldsnám í félagsfræði University of Lawrence, Kansas. Hún lauk leiðsögumannaprófi 1975 og tók BA í ensku frá HÍ árið 1979.
Það má segja að líf Þórunnar hafi snúist um ferðalög og geri enn. Hún er heilluð af ferðalögum um hálendi Íslands og segir aldrei of oft farið þegar ferð um hálendið er í boði. Hún hóf störf hjá Ferðafélaginu í júní 1975 sem fararstjóri og leiðsögumaður og vann meðfram á skrifstofunni.
Það féll í hlut Þórunnar að taka til hendi og koma skipulagi á gömul skjöl og annað sem tilheyrði sögu Ferðafélagsins og hafði verið geymt í kössum vegna plássleysis. Hún segir greinilegt að forverarnir á skrifstofu FÍ hafi litið svo á að saga Ferðafélagsins væri merkileg og því haldið öllum skjölum og öðrum minjum til haga frá upphafi. Því hafi í raun bara þurft að rekja sig áfram ár frá ári. Þessi tenging við fortíðina er fróðleg og um leið afar gefandi, segir Þórunn, sem fullyrðir að þetta síunga félag eigi bæði glæsta fortíð og bjarta framtíð.
Eitthvað að drekka, til dæmis vatn.
Friðland að Fjallabaki, Þórsmörk og Kjölur.