Fararstjóri
Tryggvi Felixson fékk fjallabakteríuna í æsku sem skáti í Kópavogi og smali undir Mýrdalsjökli. Sem flokks- og sveitarforingi í Skátafélaginu Kópar í mörg ár aflaði hann sér dýrmætrar þekkingar og reynslu til starfa sem leiðsögumaður utan alfarleiða. Hann hefur lokið í leiðsögunámi við Endurmenntun HÍ og námskeiðinu Jöklar 1 og hefur einnig stóra meiraprófið í farteskinu.
Tryggvi hefur verið leiðsögumaður í gönguferðum víða um land, en undanfarin ártug hefur hann sérhæft sig í ferðum um Þjórsárver. Hann hefur einnig boðið upp á gönguferðir fyrir ferðamenn í sinni sælu sveit, Mýrdalnum, undir fyrirsögninni „Walk and Talk with My Uncle“ (www.myuncle.is).
Tryggvi á fjölbreyttan starfsferil að baki en starfar nú sem sjálfstæður leiðsögumaður og ráðgjafi, en gegnir einnig stöðu sem formaður stjórnar Landverndar og er gjaldkeri félagsins Vinir Þjórsárvera.
Sjónauki, súkkulaði og ullarvettlingar.
Víðast hvar í óbyggðum Íslands má upplifa dýrð fjallalífsins, en Þjórsárver og Hornstrandir hafa alveg sérstakan sess.