Náttúruskoðun og sjálfsrækt á Glerárdal
- Lýsing
Í bakgarðinum okkar hér á Akureyri er hinn ægifagri Glerárdalur með alla sína tinda og náttúrufegurð. Þangað er ferðinni heitið í skemmtilega og nærandi gönguferð sem felur í sér verkefni til sjálfsræktar, hugleiðslu, léttar jógaæfingar svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að taka þátt í verkefnum ferðarinnar með opnum huga. Gist verður eina nótt í Lamba, skála FFA á Glerárdal þar sem er góð aðstaða.
- Brottför/Mæting
- Kl. 8:00 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Gisting í eina nótt og fararstjórn. Sameiginlegur matur greiðist sérstaklega. Fararstjórar sjá um að kaupa inn og elda.
Ferðafélag Akureyrar
Þessi ferð er á vegum Ferðafélags - Akureyrar
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ferðafélag Akureyrar
Netfang: ffa@ffa.is
Sími: 4622720
1. d., laugardagur: Gengið ómerkta leið frá Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit upp Finnastaðadal og yfir skarðið austan Glerárdalshnjúks. Þaðan niður í Glerárdal sem leið liggur að Lamba, skála FFA.
Ganga: 12 km. Hækkun: 900-1000 m.
Komum okkur fyrir í skálanum, borðum saman, hugleiðum og eigum notalega stund.
2. d., sunnudagur: Gengið er frá Lamba niður að Glerá sem þarf að vaða. Þaðan er gengið í að Tröllunum sem eru sérkennilegir berggangar austan í Tröllafjalli. Þá er gengið að vatninu, Tröllaspegli þar sem verður áð og hugleitt ef veður leyfir. Frá vatninu verður gengið niður Lægðina að Glerá, áfram eftir vesturbakka árinnar að Fremri Lambá og Heimari Lambá að stíflunni í Glerárdal. Ferðinni líkur svo við bílastæðið vestan ár.
Ganga: 12 - 13 km. Hækkun: 400 m.
Gert ráð fyrir því að koma til Akureyrar seinni part dags.