Langanes – Fontur
- Lýsing
Ferð um friðsæla byggð sem var og er eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist í fimm nætur á fallegu gistiheimili. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegum mat fyrsta kvöldið. Á köflum er gengið um óslétt land og þýfða móa og þurfa þátttakendur að vera í góðri gönguþjálfun.
Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 10. júní.
- Brottför/Mæting
- Mæting á Gistiheimilið Ytra Lón á Langanesi
- Fararstjórn
Halldóra Gunnarsdóttir
- Innifalið
- Gisting í uppbúnum rúmum, fullt fæði, akstur, göngukort, aðgangseyrir og fararstjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Ferðafélagið Norðurslóð
Þessi ferð er á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar
Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu félagsins
Skráning í ferð fer fram með því að senda tölvupóst á
Netfangið: ffnordurslod@simnet.is
Síma: 8928202
LEIÐARLÝSING
1.d.,fimmtud. Þátttakendur koma sér fyrir á gistiheimilinu. Kl. 20:00 er fræðslustund og farið yfir dagskrá næstu daga.
2.d. Gengið frá Sauðanesi út í Grenjanesvita. Á leiðinni eru margvísleg mannvirki og menningarminjar. Í lok ferðar er komið við í Sauðaneshúsi og síðan haldið að Ytra Lóni þar sem heiti potturinn og kvöldmaturinn bíða. Ganga: 9 km. 3.d. Gengið um svokallaðan eyðibýlahring og fræðst um sögu bæjanna og byggðarinnar, gróðurinn, fuglana og fjöllin. Ganga: 15 km. 4.d. Gengið með sjónum frá Lambanesi út að Heiðarhöfn, um Heiðarnesið og til baka eftir Messumelnum. Rekaviður og fallegar fjörur, fullar af lífi. Ganga:16 km. 5.d. Ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðuð. Síðan niður í Hrolllaugsstaði en þaðan er gengið um Kumblavík og Skálabjarg að eyðiþorpinu Skálum. Frá Skálum er ekið út á Font, komið við á Skoruvíkurbjargi sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. Ekið til baka að Ytra Lóni. Ganga: 12 km. 6.d. Eftir morgunmat er haldið heim á leið.