Náttúra og saga í Kelduhverfi
- Lýsing
Kelduhverfi geymir marga fallega staði, í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og víðar í sveitinni.
Sex daga bækistöðvarferð í fallegu umhverfi þar sem við njótum náttúrunnar í rólegheitum.
Gist er í gistihúsinu Garði í Kelduhverfi.Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 1. maí
- Brottför/Mæting
- Mæting í gistihúsinu Garði í Kelduhverfi.
- Fararstjórn
Halldóra Gunnarsdóttir
- Innifalið
- Gisting í uppbúnum rúmum, 5x kvöldmatur, akstur, göngukort, fararstjórn.
Ferðafélagið Norðurslóð
Þessi ferð er á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar
Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu félagsins
Skráning í ferð fer fram með því að senda tölvupóst á
Netfangið: ffnordurslod@simnet.is
Síma: 8928202
1.d., föstud. Kvöldmatur á Hótel Skúlagarði kl. 19:00, fundur um komandi daga í Garði kl. 20:00.
3.d. Við förum út úr dyrunum og göngum inn í heiðina sem geymir margt skemmtilegt, að Hraunstakkaborg sem er sérstök náttúrusmíð. Við lítum einnig á Skjálftavatnið og göngum meðfram Veggnum og Veggjargjánni. Ganga: 9 km. 4.d. Svínadalshringur í Vatnajökulsþjóðgarði. Skammt suður af Vesturdal liggur Svínadalur, harðbýl en grösug jörð þar sem búið var við fábrotnar aðstæður allt til 1946. Þar tengdust maður og náttúra í samhljómi og átökum, í blíðu og stríðu. Fjölmargar mannvistarleifar og örnefni bera því vitni og segja sögu af horfnum heimi. Komið að Karli og Kerlingu, Kallbjargi og Svínadal áður en hringnum verður lokað í Vesturdal. Ganga: 7 km. 5.d. Ekið í Vesturdal og gengið þaðan um Hljóðakletta, Rauðhóla og Klappir niður í Ásbyrgi. Frábært útsýni yfir gljúfrin og Ásbyrgið, einstakar jarðmyndanir, jarðsaga og fjölbreytt lífríki. Ganga: 14 km. 6.d. Kveðjustund og brottför.