Ferð: Náttúra og saga í Kelduhverfi

Norðurland

Náttúra og saga í Kelduhverfi

Ferðafélagið Norðurslóð  Deildarferð 
Lýsing

Kelduhverfi geymir marga fallega staði, í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og víðar í sveitinni.
Sex daga bækistöðvarferð í fallegu umhverfi þar sem við njótum náttúrunnar í rólegheitum.
Gist er í gistihúsinu Garði í Kelduhverfi.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 1. maí

Brottför/Mæting
Mæting í gistihúsinu Garði í Kelduhverfi.
Fararstjórn

Halldóra Gunnarsdóttir  

Innifalið
Gisting í uppbúnum rúmum, 5x kvöldmatur, akstur, göngukort, fararstjórn.

Ferðafélagið Norðurslóð

Þessi ferð er á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar

Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu félagsins

Skráning í ferð fer fram með því að senda tölvupóst á

Netfangið: ffnordurslod@simnet.is

Síma: 8928202

1.d., föstud. Kvöldmatur á Hótel Skúlagarði kl. 19:00, fundur um komandi daga í Garði kl. 20:00.2.d. Í kringum Lónin vestast í Kelduhverfi. Gengið verður frá Fjallahöfn suður hlíðina vestan Lónanna en þaðan er gott útsýni yfir Lónin. Sunnan Lónanna verður litið eftir uppsprettum og svo verður hringnum lokað með því að ganga norður Flæðarnar austan Lónanna. Ganga: 11 km.
3.d. Við förum út úr dyrunum og göngum inn í heiðina sem geymir margt skemmtilegt, að Hraunstakkaborg sem er sérstök náttúrusmíð. Við lítum einnig á Skjálftavatnið og göngum meðfram Veggnum og Veggjargjánni. Ganga: 9 km.4.d. Svínadalshringur í Vatnajökulsþjóðgarði. Skammt suður af Vesturdal liggur Svínadalur, harðbýl en grösug jörð þar sem búið var við fábrotnar aðstæður allt til 1946. Þar tengdust maður og náttúra í samhljómi og átökum, í blíðu og stríðu. Fjölmargar mannvistarleifar og örnefni bera því vitni og segja sögu af horfnum heimi. Komið að Karli og Kerlingu, Kallbjargi og Svínadal áður en hringnum verður lokað í Vesturdal. Ganga: 7 km.5.d. Ekið í Vesturdal og gengið þaðan um Hljóðakletta, Rauðhóla og Klappir niður í Ásbyrgi. Frábært útsýni yfir gljúfrin og Ásbyrgið, einstakar jarðmyndanir, jarðsaga og fjölbreytt lífríki. Ganga: 14 km.6.d. Kveðjustund og brottför.