Ævintýri á Ströndum
- Lýsing
Dvalið er í skála Ferðafélags Íslands sem stendur fyrir botni Norðurfjarðar á Ströndum og hefur útsýni yfir fjörðinn og á sjálfa Reykjaneshyrnu. Þessi magnaði staður hefur uppá margt að bjóða og kemur enginn þaðan ósnortinn yfir náttúru og kyrrð svæðisins. Göngur, gleði, sundferðir og útivera á daginn – spil, gleði og kvöldvökur á kvöldin.
- Brottför/Mæting
- Kl. 15 á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Gisting, sund og farastjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Ferðalýsing
1.d., fimmtud. Komið að Valgeirsstöðum um kl. 15. Allir koma sér fyrir og heilsa nýjum ferðafélögum. Sundferð í Krossneslaug.
2.d. Ekið inn í Ófeigsfjörð og gengið að Drynjanda sem er ótvírætt í flokki fegurstu fossa landsins. Keyrt er að göngubrúnni yfir Hvalá (þar sem vegurinn endar) og gengið þaðan meðfram ánni og að fossinum þar sem við borðum nesti áður en haldið er til baka í bílana. 4-5 klst. Gömul síldarverksmiðja í Ingólfsfirði skoðuð á heimleið.
3.d. Gengið á Urðartind þaðan sem útsýnið er stórkostlegt 4 klst. Seinnipartinn verða Fjöruleikar haldnir í fjörunni þar sem keppt verður í ýmsum þrautum. Sundferð í Krossneslaug. Grillveisla og kvöldgleði.
4.d. Eftir frágang og brottför verður ekið að Reykjaneshyrnu og gengið þar upp 2 klst. Tilvalið að stoppa svo í sundi á leiðinni heim.
Fleiri ferðir á Strandir sumarið 2025
- 3.- 7. júlí. Draumfagra Drangavík
- 9. -13. júlí. Reykjarfjörður – Þaralátursfjörður – Geirólfsgnúpur
- 23. - 29. júlí. Norðurstrandir - á slóðum útilegu- og galdramanna
- 8. -11. ágúst. Undur Árneshrepps
- 15. -17. ágúst. Hjólaferð: Árneshreppur á Ströndum
- 21. -24. ágúst. Á Ströndum með gleði í hjarta