Fjölskylduganga um Laugaveginn: Út með unglinginn! 13-17 ára
- Lýsing
Fjölskyldunni gefst hér tækifæri til að ganga saman þessa vinsælustu leið landsins, í ferð sem er skipulögð með unglinga í huga. Áhersla er lögð á að fara ekki of hratt yfir, skemmtilegar samverustundir á kvöldin og leyfa fjölskyldunni að njóta samvista án rafrænna truflana.
Glens og gaman í bland við fræðslu er aðalsmerki ferðarinnar. Umfram allt er unga fólkið í fyrirrúmi, þau fá að njóta sín og öll fræðsla er á máli sem þau skilja. Ferðin er ætluð fyrir aldurshópinn 13-17 ára. Farangur og matur er trússaður á milli skála.- Brottför/Mæting
- Kl. 8 með frá bílastæði Menntaskólans við Sund.
- Fararstjórn
Gunnsteinn Ólafsson og Eygló Ingadóttir.
- Innifalið
- Rúta, gisting, trúss og fararstjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Leiðarlýsing
1.d., miðvikud. Gengið frá Landmannalaugum í skálann í Hrafntinnuskeri. 5-6 klst.
2.d. Gengið um Kaldaklofsfjöll og gist í Hvanngili. 6-7 klst.
3.d. Haldið yfir ár og sanda í skálann á Emstrum. 7-8 klst.
4.d. Gengið yfir æsilega brú og vaxandi gróðurlendi niður í Langadal í Þórsmörk. 7-8 klst. Áfanganum fagnað með hoppi og híi og ærlegri kvöldvöku.
5.d. Morgunganga eða leti. Rúta til Reykjavíkur um hádegi.
Þessi ferð er hugsuð fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum 13 - 17 ára.