Hjólaferð: Umhverfis Heklu
- Lýsing
Þessi ferð er fyrir þá sem vilja njóta náttúru og umhverfis í hjólaferð á hæfilegum hraða og frekar léttum hjólaleiðum. Nauðsynlegt að vera á fjallahjólum.
Rafhjól eru velkomin en ferðin er farin á forsendum órafmagnaðra hjóla.
Hjólað er á þremur dögum um vegi og vegslóða sem liggja umhverfis Heklu og hinar miklu vikurbreiður og hraun. Komið við á merkum stöðum á leiðinni og áhersla lögð á áhrif eldgosa á byggðina í nágrenninu. Gist á Fossi og í Dalakofa.- Brottför/Mæting
- Kl. 10 við brúna á Ytri Rangá á Þingsskálavegi nr. 268 í Landsveit.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Gisting, trúss og fararstjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Fróðleikur
Leiðarlýsing
1.d., föstud. Leggjum af stað frá brúnni á Ytri Rangá ofarlega í Landsveit. Hjólum suður með hlíðum niður að Selsundi sem lúrir sunnan undir Heklu. Þaðan liggur einstaklega skemmileg leið að Gunnarsholti. Höldum þaðan inn að Keldum og að eyðibýlum norðan við Þríhyrning og áfram að Fossi við Eystri Rangá, þar sem við gistum. Hjólað: 56 km.
2.d. Hjólum austur Syðra-Fjallabak og hækkum okkur smám saman áleiðis inn í Rangárbotna. Við Laufafell tökum við stefnu norður í skálann Dalakofa þar sem við gistum. Tökum krók að fallegum fossi í Markarfljóti. Hjólað: 40 km.
3.d. Hjólum inn á Krakatindaleið og við Sléttafell sveigjum við niður á hraunin austan við Heklu. Fylgjum góðum slóðum að Rauðuskál sem er austan við uppgönguna á fjallið. Fylgjum Skjólkvíahrauninu vestur á Landmannaleið og Landveg og áleiðis að brúnni á ytri Rangá þar sem bílarnir bíða okkar. Hjólað: 52 km.
Hjólað á malbiki, malarvegum og góðum fjallaslóðum. Farangur fluttur í skála og til baka í bíla.
Fleiri ferðir Hjólaferðir sumarið 2025
- 15. - 17. ágúst. Hjólaferð: Árneshreppur á Ströndum
Fleiri ferðir um Laugaveginn og Fjallabak sumarið 2025
- 25. -29. júní. Laugavegurinn: Kvennaferð
- 2. - 6. júlí. Laugavegurinn I
- 10.-13. júlí. Fáséðir staðir á Fjallabaki
- 16. - 20. júlí. Laugavegurinn II
- 23. - 27. júlí. Fjölskylduganga um Laugaveginn I Ferðafélag barnanna
- 13.- 17. ágúst. Fjölskylduganga um Laugaveginn II Ferðafélag barnanna
- 15. -17. ágúst. Leynistaðir að Fjallabaki syðra