Ferð: Marardalur

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Suðvesturland

Marardalur

Ferðaskíði
Lýsing

Fyrsta ferðagönguskíðaferð vetrarins verður á Hengilssvæðinu inn í Marardal.
Marardalur er luktur hömrum á alla vegu, botn hans er rennisléttur, en til að komast inn í dalinn er farið upp haft en annars er leiðin að mesti flöt. Dalurinn er sigdæld undir vesturbrún Skeggja, en svo nefnist hæsti hluti Hengisins.
Við könnum leiðir og rifjum upp söguna. Það er einstök tilfinning að skíða inn dalinn og sjá dökka klettaveggina allt um kring.
Við hefjum gönguna hjá Hellisheiðarvirkjun og göngum meðfram vestanverðum
Henglinum.Skíðað: 17 km 

Brottför/Mæting
Kl. 10 hjá Hellisheiðarvirkjun
Fararstjórn

Bergur Pálsson og Agnes Ósk Sigmundardóttir 

Innifalið
Fararstjórn 

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Fleiri skíðaferðir 2025

Gott að vita:
Gott er að hafa með sér heitt á brúsa og gott nesti.
Þátttakendur fá nánari upplýsingar og búnaðarlista í tölvupósti þegar nær dregur ferðinni, en þurfa að hafa til umráða ferðaskíði, þ.e. utanbrautarskíði með stálköntum, skinn undir skíðin og skíðastafi.

 

Uppafsstaður göngu, Hellisheiðarvirkjun sjá hér