Ferð: Reykjadalur

Suðurland

Reykjadalur

FÍ Unglingaferðir
Lýsing

Þriðja unglinga-gangan er í Reykjadal upp af Hveragerði. Gangan í Reykjadal er um 8 km löng og áætluð hækkun á göngu er um 300 metrar. Lagt er af stað frá Olís í Norðlingaholti kl. 17:30 en einnig er hægt að hitta okkur á bílastæðinu við Reykjadal kl. 18:00.

Muna eftir sundfötum og handklæði en í Reykjadal eru fín skýli til að skipta um föt.

Tilvalið að taka með sér nesti en fararstjórar verða með einnota grill meðferðis svo hægt verður að grilla pylsur fyrir þá sem það vilja.

Brottför/Mæting
Lagt er af stað frá Olís í Norðlingaholti kl. 17:30 en einnig er hægt að hitta okkur á bílastæðinu við Reykjadal kl. 18:00.
Fararstjórn

Signý Harðardóttir

Innifalið
Fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Um ferðirnar

Gönguferðir fyrir 13 ára og eldri þar sem áhersla er á að njóta útverunnar á meðan gengið er í félagsskap annarra unglinga. Með því móti gefst tækifæri á aðra nálgun en þegar gengið er með yngri börnum. Tækifæri til að hitta aðra unglinga sem hafa áhuga á útivist.

Allar FÍ Unglingaferðir:

12. apríl - Mosfell

2. maí - Helgafell

22. maí - Reykjadalur

Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara að mæta