Söngganga á Miðfell í Þingvallasveit
- Lýsing
Efnt verður til sönggöngu á fellið Miðfell í Þingvallasveit í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins
Tvö af leiðarstefjum afmælisárs lýðveldisins eru göngur og söngur. Efnt var til samkeppni um nýtt kórlag við ljóð Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar 2015. Lag Atla Ingólfssonar bar sigur úr býtum og má finna lagið í nokkrum útsetningum á vefsíðunni lydveldi.is.
Fjallakórinn undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur mun ganga á Miðfell og flytja sigurlagið á toppi fjallsins ásamt þjóðsöngnum, en í ár eru 150 ár frá frumflutningi hans. Söngurinn verður tekinn upp og sýndur á RÚV.
Einstakt útsýni er að Miðfelli yfir Þingvallavatn og þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ganga: 6 km. Hækkun: 200 m.
Leiðin er að mestu greið en gott að vera á góðum skóm með grófum sóla og göngustafir er ágætir.
Veðurspá er ágæt en líklega verður kalt í veðri en þurrt. Verið hlýlega klædd og hafið bakpoka með vatnsbrúsa og léttu nesti.Gert ráð fyrir að koma aftur að þjónustumiðstöðinni um kl. 13:30
Þátttaka ókeypis - Verið velkomin
- Brottför/Mæting
- kl.09, á einkabílum frá Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, þaðan er ekið að upphafstað göngunnar.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Leiðarlýsing
Í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og þess að starfi óbyggðanefndar er að ljúka verður efnt til gönguferða um þjóðlendur í þeim tilgangi að kynna þær fyrir almenningi. Gönguferðirnar verða sumarið 2024.
Um Þjóðlendur
____________________________________________
Fyrir þá sem vilja hitta hópinn á upphafstað göngunar
Akið gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum. Sunnan vatnsins er Miðfell áberandi stakstætt fjall. Rétt áður en komið er að fjallinu er afleggjari merktur Mjóanes og skal aka inn á hann.
Fljótlega er komið að afleggjara til vinstri en þar er gott pláss í gömlu malarnámi til að leggja bílum og greið leið.