Straumnesfjall, Aðalvík og Hesteyri
- Lýsing
Hefur þig dreymt um komast á Hornstrandir og uppgötva undur friðlandsins án þess að bera mikið á bakinu? Sofa í góðum húsum og gera vel við þig í mat, heyra spennandi sögur af svæðinu og fá nasasjón af menningu og mannlífi? Skoða minjar um kalda stríðið á sjálfum heimsenda og horfast í augu við íslenska heimskautarefinn?
Þetta er allt hægt í „snerpuferð“ þar sem sofið er í tvær nætur í friðlandinu á Hornströndum í góðum húsum og gengið um fjörur og fjöll. Tveir af helstu þéttbýliskjörnum Hornstranda eru heimsóttir, Aðalvík og Hesteyri og Straumnesfjallið rannsakað sem hýsti hundruð hermanna í Kalda stríðinu.
Þátttakendur koma til Ísafjarðar/Bolungarvíkur föstudaginn 9. ágúst og gista þar á eigin vegum.- Brottför/Mæting
- kl. 8:30 við bátabryggjuna í Bolungarvík. Brottför Kl. 9
- Fararstjórn
- Innifalið
- Sigling, gisting, matur á Hesteyri og fararstjórn.
Fróðleikur
Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.
Leiðarlýsing
1.d., laugard. Siglt í Aðalvík. Um leið og gengið er á land að Látrum í Aðalvík er haldið á Straumnesfjall þar sem merkar minjar um veru Bandaríkjahers eru skoðaðar og ýmsar sögur rifjaðar upp sem tengjast veru hersins á fjallinu. Sögur sagðar af svæðinu og af ábúendum. Gist í Stakkadal í Aðalvík.
2.d. Gengið úr Stakkadal í Aðalvík yfir heiðina og Hesteyrarskarð til Hesteyrar. Gist er í Læknishúsinu þar sem boðið er upp á vellystingar. Saga staðarins er rakin og fjölmargar persónur úr fortíðinni lifna við í spennandi sögum fararstjóra.
3.d. Hvalstöðin og kirkjugarðurinn skoðuð auk þess sem vikið verður að menningu og mannlífi áður en siglt er síðdegis yfir Djúpið til Bolungarvíkur.
Fleiri ferðir á Hornstrandir sumarið 2024
- 4. - 7. maí. Fjallaskíðaferð a´ Hornstrandir
- 13. - 17. júní. Ylur og birta í Hornbjargsvita: Vinnuferð
- 23. -25. júní. Sæból í Aðalvík, Hesteyri og Kagrafell
- 27. - 30. júní. Hinar einu sönnu Hornstrandir I
- 10. - 14. júlí. Randað um Reykjarfjörð
- 6. - 8. ágúst. Sæból í Aðalvík, Hesteyri og Kagrafell
- 25. - 28. júlí. Hinar einu sönnu Hornstrandir II