Ferð: Undurfögru Drangaskörð

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Strandir

Undurfögru Drangaskörð

Lýsing

Drangaskörð eru einhver fegurstu fyrirbæri íslenskrar náttúru þar sem þau standa við norðanverða Drangavík á Ströndum. Flestir hafa séð Drangaskörð en fæstir komist í námunda við þau. Í þessari ferð gefst fólki kostur á að upplifa Drangana og skörðin í návígi.

Brottför/Mæting
Kl. 19 föstudaginn 6. ágúst á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
Fararstjórn

Reynir Traustason og Guðrún Gunnsteinsdóttir.

Innifalið
Gisting, tjaldgisting, sigling og farastjórn.

Fróðleikur

Eftirfarandi árbækur fjalla um svæðið og þær er hægt að kaupa í vefverslun okkar.

 

Leiðarlýsing

1.d., föstud. Fólk kemur sér fyrir í húsinu á Valgeirsstöðum. Stutt ganga um Norðurfjörð.

2..d. Siglt í Drangavík. Fólk er ferjað í land en farangurinn fluttur áfram að Dröngum. Gengið út með Dröngunum sunnanverðum og norður um Signýjargötuskarð. Haldið með skörðunum norðanverðum að Dröngum þar sem farangurinn bíður. Tjaldað og grillað. 9 km.

3.d. Gengið upp Húsadal að Neðra Húsadalsvatni og á Nónfjall (339 m). 12 km. Bað í náttúrulaug á bakaleiðinni. Siglt aftur í Norðurfjörð. Ferðalok um kl. 19.