Útieldun við Kleifarvatn
- Lýsing
Erla Sif og Víðir hafa mikinn áhuga og reynslu af útieldun og ætla að leiðbeina okkur með bestu leiðirnar. Eigum notalega stund saman og njótum þess að borða kvöldmatinn úti í náttúrunni. Mikilvægt að mæta mjög vel klædd og taka með pylsur og sykurpúða. Áætlað er að viðburðurinn taki um 2-2.5 klst.
Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta!
- Brottför/Mæting
- Kl. 17:30 hjá Lækjarskóli
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir