Ferð: Skógargöngur í Heiðmörk I - Elliðavatnsbær

Suðvesturland

Skógargöngur í Heiðmörk I - Elliðavatnsbær

Lýsing

Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur standa fyrir fjórum skógargöngum í Heiðmörk þriðja fimmtudag í mánuði júní-september.
Fararstjórar eru þau Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins.

Fyrsta  skógargangan - Elliðavatnsbær
Jörðin Elliðavatn á sér sögu sem er samofin sögu Reykjavíkur en fyrstu heimilidir um jörðina eru frá 13. öld. Þjóðskáldið Einar Benediktsson ólst þar upp en faðir hans Benedikt Sveinsson stundaði þar búskap. Ásamt því að fræðast um sögu staðarins verður gengið um nágrennið.. 2 - 3 klst

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

Brottför/Mæting
Kl. 18 við Elliðavatnsbær
Fararstjórn

Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson.

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Fróðleikur