Ferð: Víknaslóðir: Kvennaferð

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Austurland

Víknaslóðir: Kvennaferð

Lýsing

Gengið er um fagrar víkur, firði og líparítfjöll þar sem glæsileg fjallasýnin lætur engan ósnortinn. Reimaðu á þig gelluskóna, smelltu á þig varalitnum og gakktu með okkur á vit töfranna á Víknaslóðum. Skemmtileg ferð fyrir gyðjur þar sem náttúran og gleðin ræður ríkjum. Gist er í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og farangur trússaður á milli skála.

Brottför/Mæting
Kl. 9 með rútu frá Egilsstaðaflugvelli.
Fararstjórn

Eva Rán Reynisdóttir og Rósa María Ingunnardóttir

Innifalið
Rúta, gisting, trúss og fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir bakpokaferð

Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Ýmislegt

  • Bakpoki, ekki of stór
  • Svefnpoki, léttur og hlýr
  • Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
  • Tjald og tjalddýna
  • Göngustafir
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Höfuðljós
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Broddar, ef þurfa þykir
  • Peningar

Snyrtivörur / sjúkravörur

  • Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
  • Verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði / þvottapoki
  • Sólvarnarkrem og varasalvi
  • Eyrnatappar

Mataráhöld / eldunartæki

  • Prímus, eldsneyti og pottur
  • Eldspýtur
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Vasahnífur / skæri

Fatnaður

  • Góðir gönguskór
  • Vaðskór / skálaskór
  • Tvö pör mjúkir göngusokkar
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Nærbuxur til skiptana
  • Nærföt, ull eða flís
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Millilag úr ull eða flís
  • Göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar

Matur

  • Frostþurrkaður matur
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Haframjöl
  • Smurt brauð og flatkökur
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Fróðleikur

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.

 

Leiðarlýsing

1d.,miðvikud. Ekið með rútu til Borgarfjarðar eystri og þaðan er gengið yfir Brúnavíkurskarð, Súluskarð og Kjólsvíkurvarp til Breiðuvíkur. Þar er dásamlegt að hvíla lúin bein, fara í sjósund, kveikja varðeld á ströndinni og horfa á sólsetrið. Ganga: 15 km. Hækkun: um 500m. Göngutími: 6-7 klst.

2d. Frá Breiðuvík er gengin göngubrú yfir Stóruá, í sannkallaða náttúruparadís sem er umkringd fallegum Hvítuhnjúkum, Hvítafjalli og Hvítserki. Gengið er áleiðis eftir malarvegi að skálanum í Húsavík. Í boði verður kvöldganga og kirkjan í Húsavík skoðuð. Ganga: um 14 km. Hækkun: 550 m. Göngutími: 5-7 klst.

3d. Frá Húsavík er gengið yfir Neshálsinn og inn í Loðmundarfjörð. Ef vel viðrar er mögulegt að sjá yfir á Dalatanga. Gengið er framhjá Skæling og hluta af gamalli þjóðleið. Leiðin liggur svo áleiðis eftir malarveginum inn fjörðinn. Skoðaðir verða nokkrir vel valdir staðir á leið okkar í skálann að Klyppstað. Í boði verður að taka létta kvöldgöngu upp með Norðdalsánni þar sem sjá má marga fallega fossa og klettamyndir. Einnig er tilvalið að synda í Norðdalsárhylnum. Ganga: 16 km. Hækkun: 450 m. Göngutími: 6-7 klst.   

4d. Gengið frá Klyppstað og í norður frá Stakkahlíð. Upp Fitjar og Orrustukamb, yfir Kækjuskörð og niður Kækjudal. Á leiðinni niður Kækjudal má m.a. sjá Kirkjustein og Koll sem báðir tengjast álfatrú. Að lokum er gengið yfir göngubrú við Lambadalsá þar sem rúta bíður okkar. Ganga: 14 km. Hækkun: 780m. Göngutími: 5-6 klst.

Fleiri ferðir á Austurland sumarið 2025