FÍ Fjallatindar

Um verkefnið 2021

FÍ Fjallatindar er verkefni hannað sérstaklega með Hvannadalshnúk í huga. Það spannar 20 vikur sem munu fara í undirbúning fyrir þessa skemmtilegu en jafnframt krefjandi göngu. Við munum læra göngutækni, broddanotkun og öndun, hvernig á að klæða sig og hvað skal borða ásamt mörgu öðru sem kemur sér vel að kunna í fjallgöngum. Á þessum 20 vikum göngum við á hin ýmsu fjöll í kringum höfuðborgarsvæðið, allt frá stuttum og lágum til lengri og hærri, allt með hnúkinn fagra í huga. Þetta er frábært verkefni fyrir þá sem hafa dreymt um að fara á hnúkinn. Nú er tækifæri til að breyta þeim draumum í veruleika! 

Umsjón: 
Tomasz Þór Veruson.
 
Kynningarfundur 20.  janúar kl. 20.

KYNNINGARFUNDUR - UPPTAKA

Verð: 73.900 árgjald FÍ 2021 innifalið.

Dagskrá

Dagsetning   Vikudagur  Tími Áfangastaður
23.01.   Laugardagur 9:00 Helgafell
26.01.   Þriðjudagur 18:00 Fræðslufundur
09.02.   Þriðjudagur 18:00 Mosfell
20.02.   Laugardagur 9:00 Stóra Kóngsfell
23.02.   Þriðjudagur 18:00 Esja að Steini
09.03.   Þriðjudagur 18:00 Stóri Meitill
20.03.   Laugardagur 9:00 Botnssúlur *
23.03.   Þriðjudagur 18:00 Blákollur
06.04.   Þriðjudagur 18:00 Akrafjall
17.04.   Laugardagur 9:00 Snæfellsjökull **
20.04.   Þriðjudagur 18:00 Undirbúningsfundur
04.05.   Þriðjudagur 18:00 Móskarðshnúkar
15.05.   Laugardagur 9:00 Hvannadalshnúkur **

 

* Mögulega gerð krafa um jöklabrodda og ísexi

** Jöklabúnaður (broddar, exi, belti og karabína) skylda

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Smelltu á mynd til að bóka