Meistaradeildin er nýtt verkefni á vegum Ferðafélags Íslands. Verkefnið er fyrir fólk sem hefur mikla reynslu af fjallgöngum og er í góðu formi. Verkefnið samanstendur af 15 fjallgöngum og göngu á Hvannadalshnúk um Virkisjökul og Dyrhamar.
Mikil áhersla er lögð á öryggi þátttakenda og eru umsjónarmenn þaulvanir fjalla- og björgunarsveitarmenn og er hámarksfjöldi í hópnum 24. Þetta er því einstakt tækifæri á að gera árið að einu samfelldu fjallaævintýri.
Á dagskránni eru 15 fjallgöngur sem allar eru krefjandi að vetrarlagi og svo spennandi leiðangur á Hnúkinn um Virkisjökul með viðkomu á Dyrhamri. Hugsanlega þarf mannbrodda og ísexi í þeim öllum og er gerð krafa um að sá búnaður verði með í öllum ferðum ásamt göngubelti. Línur verða með í öllum ferðum til að tryggja öryggi þátttakenda og verða þær notaðar þegar það á við.
Innifalið í þátttökugjaldinu er fræðsla, undirbúningur og leiðsögn ásamt heilum degi til að æfa göngu á jöklabroddum og notkun á ísaxarbremsu.
Kynningarfundur þriðjud. 5.janúar kl.18.30.
Umsjón: Hjalti Björnsson.
Verð: 76.900 árgjald FÍ 2021 innifalið.
Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.