Skálar FÍ
Upplýsingar um skála og gistibókanir í skálum.
Við flesta skála Ferðafélags Íslands er hægt að tjalda gegn gjaldi. Ekki er þörf á að panta tjaldstæði fyrirfram. Tjaldgestir þurfa að hafa meðferðis allan viðlegubúnað. Tjaldgestir hafa ekki aðgang að aðstöðu inni í skálum s.s. eldhúsi. Tjaldgestir hafa aðgang að salernum, drykkjarvatni, útigrillum, útiborðum og bekkjum. Vinsamlega athugið að bannað er að tjalda utan merktra tjaldsvæða innan Friðlands að Fjallabaki sem og öðrum skálasvæðum á gönguleiðinni um Laugaveg.
Almennt verð | Félagsverð |
Tjaldgisting | 2800 kr. á mann á nótt | 1200 kr. á mann á nótt |
Tjaldgisting í Norðurfirði | 2200 kr. á mann á nótt | 1200 kr. á mann á nótt |
Aðstöðugjald** | 600 kr. á mann | 600 kr. á mann |
Fjölskylduaðstöðugjald** | 1000 kr. á fjölskyldu | 1000 kr. á mann |
Sturtugjöld *** | 900 kr. | 900 kr. |
Verðskrá er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
** Sturtugjöld eru hvorki innifalin í skálagistingu né aðstöðugjaldi.
** Ef aðstaða við skála Fí er nýtt, svo sem klósett og grill, án þess að gista þá þarf að greiða aðstöðugjald. Aðstöðugjald er innifalið í gistigjaldi fyrir skála og tjöld en aðrir gestir. Daggestir sem koma í heimsókn yfir daginn eða part úr degi þurfa að greiða aðstöðugjöld til að nýta sér þá aðstöðu sem fyrir er, svo sem klósett, nestishús, grill og annað. Allir vilja geta gengið að góðri aðstöðu og hreinum og fínum salernum og aðstöðugjaldið stuðlar að því að hægt sé að halda svæðinu eins og best verður á kosið.
*** Sturtugjöld eru ekki innifalin í skálagistingu né aðstöðugjaldi.