Ferð: Búrfell og Búrfellsgjá

Suðvesturland

Búrfell og Búrfellsgjá

Prjónaganga
Lýsing

Gangan okkar í mars er um hina vinsælu Búrfellsgjá. Búrfell myndaðist í eldgosi fyrir um 8000 árum og við enda gjárinnar er gamall gígur sem gaman er að ganga um. Við okkur munu blasa hellisskútar, stórar sprungur og misgengi. Gangan er nokkuð þægileg en getur verið grýtt á köflum og því getur verið gott að hafa göngustafi með. Gangan: 6 km og hækkun 150 m.

Ókeypis er í göngurnar og allir velkomnir en
nauðsynlegt er að skrá sig

Skráning í göngu

Brottför/Mæting
Kl. 18 frá Heiðmerkurvegi.
Fararstjórn

Ingibjörg Jónsdóttir og Hildur Björk Guðmundsdóttir 

Innifalið
Fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Um prjónagöngur

Langar þig að koma út að ganga með prjónana í bakpokanum?
Þá eru þetta göngur fyrir þig.
Við ætlum að fara eina létta prjónagöngu í mánuði á höfuðborgasvæðinu og í nágrenni þess fram í apríl.

Hvetjum alla sem hafa þetta áhugamál til að koma og taka þátt og einnig þá sem hafa áhuga að læra að prjóna.

Fleiri prjónagöngur 2025

Gott að vita: 

 Fyrstu mánuðina leggjum við áherslu á að geta sest inn á kaffihús í lok göngunnar með prjónana. Að sjálfsögðu ætlum við ef veður leyfir að setjast niður í göngunum og prjóna en eigum þá alltaf kaffihúsið í bakhöndinni ef aðstæður bjóða ekki upp á að prjóna úti.
Kaffihús mánaðarins: Pallettkaffi

Klæðum okkur eftir veðri, góða gönguskó, keðjubrodda, höfuðljós og að sjálfsögðu eru prjónarnir teknir með. Gott er að hafa heitt á brúsa og smá nasl með í bakpokanum.

Upphafsstaður göngunnar: sjá hér