Ferð: Eyjafjallajökull

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Suðurland

Eyjafjallajökull

Fjallaskíðaferð
Lýsing

Útsýni frá hæstu tindum Eyjafjallajökuls er stórfenglegt. Askja þessa lifandi eldfjalls er umkringd íshrímuðum tindum og í þessari ferð er stefnt að því að ganga upp á tvo tinda, Goðastein og Hámund, sem er hæsti toppur jökulsins.

Ekið austur að Eyjafjallajökli og bílunum lagt við Seljavallalaug. Þaðan er gengin Seljavallaleið upp á jökulinn, fyrst með skíðin á bakpokanum en síðan eru skinn sett undir skíðin. Gengið á Hámund, þaðan er jökullinn þveraður til norðvestur að Goðasteini og síðan skíðað niður Smjörgil norður á Markarfljótsaura.  Ein fallegasta skíðabrekka landsins.

Í upphafi ferðar þarf að koma fáeinum bílum fyrir á Markarfljótsaurum áður en haldið er á upphafsstað göngunnar.

Í þessari ferð verður gengið á einn til tvo af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar.

Brottför/Mæting
Kl. 8 frá N1 Hvolsvelli.
Fararstjórn

Tómas Guðbjartsson og Salome Hallfreðsdóttir.

Innifalið
Fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir fjallaskíðaferð

Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

 

Göngufatnaður

  • Sokkar (ull eða gerviefni)
  • Ullarnærföt (bolur og síðar buxur)
  • Síðerma millilag (ull eða gerviefni)
  • Buxur (soft shell eða annað)
  • Jakki (soft shell eða annað)
  • Primaloft eða léttur dúnjakki
  • Vind og vatnsheldur jakki með öndun (skel)
  • Vind og vatnsheldar buxur með öndun (skel)
  • Hanskar
  • Hlýjar lúffur
  • Húfa (flís eða ull)

Skíðabúnaður

  • Fjallaskíðaskór
  • Fjallaskíði
  • Skíðastafir (stillanlegir)
  • Skíðastrappar (til að festa skíði á bakpoka)
  • Skinn á skíði
  • Skíðabroddar
  • Broddar undir skó (jöklabroddar)
  • Skíðahjálmur
  • Snjóflóðaýlir (stafrænn/digital ýlir með 3 loftnetum)
  • Skófla (samanbrjótanleg)
  • Snjóflóðastöng (240cm eða lengri)
  • Ísexi
  • Belti með karabínu

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Höfuðljós
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsflaska og hitabrúsi (2L af vökva)
  • Sólarvörn og varasalvi (SPF 30 eða meira)
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Sími
  • Vasahnífur

Öryggisbúnaður

  • Belti með karabínu
  • Jöklalína (hjá fararstjóra)
  • Sprungubjörgunarbúnaður (hjá fararstjóra)
  • Snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skófla ef ferðast er um möguleg snjóflóðasvæði

Fróðleikur

Fjallaskíðaferðir FÍ í umsjón Tómasar Guðbjartssonar og Salome Hallfreðsdóttur hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár. Fjallaskíðamennska er frábær útivist þar sem nánd við náttúruna er mikil, líkamleg áreynsla er töluverð þegar puðað er upp fjöllin og síðan er dásemdin að standa á hæsta tindi og eiga eftir að uppskera allt erfiðið með því að renna sér niður, oft í einstöku færi.

Fjallaskíðamennska krefst þekkingar og færni, meðal annars að lesa í fjallið og aðstæður og velja réttar og bestu leiðirnar, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Réttur búnaður og að kunna að nota hann er mjög mikilvægt í þessu fjallasporti og þá ekki síst notkun á hinni heilögu þrenningu, snjóflóðaýli, snjóflóðastöng og skóflu. Annar öryggisbúnaður eins og GPS tæki, hjálmur og skíðabakpoki er einnig mikilvægur í fjallaskíðaferðum, eftir aðstæðum.

Fleiri skíðaferðir 2025