Ferðaskíði og tjald, í nágrenni Reykjavíkur
- Lýsing
Í þessari tveggja daga skíðaferð verður gist í tjaldi í eina nótt og gengið á ferðaskíðum með púlku í eftirdragi sem geymir allan búnað til ferðarinnar. Skíðað um frekar slétt landslag.
Þátttakendur þurfa að hafa reynslu af ferðaskíðum
Undirbúningur: 12. mars, kl. 20. Í risi FÍ Mörkinni 6. Þar sem farið verður yfir hvaða útbúnað er best að nota í vetrarferðalögum á skíðum, hvernig á að tjalda í snjó, halda á sér hita og hvernig tjöld, dýnur og svefnpoka best er að nota. Búnaðarlisti og leiðbeiningar vegna púlku og tjalds verður sendur til þátttakenda- Brottför/Mæting
- kl. 09:00 á bílastæði í Bláfjöllum við skála Ullar.Hluti af bílunum selfluttir að Litlu Kaffistofunni. Gengið er frá Bláfjöllum í Litlu Kaffistofuna.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Leiðarlýsing
1.d., laugard. Hittumst á bílastæðinu við gönguskíðasvæðið í Bláfjöllum þaðan er hluti af bílunum selfluttir að Litlu Kaffistofunni þar sem gangan endar. Um kl. 10, spennum við á okkur skíðin og leggjum af stað í austur átt, inn að Fjallinu eina, þar sem við munum slá upp tjaldbúðum. Nágrenni Fjallsins eina kannað um kvöldið. Skíðað: um 17 km .
2.d. Daginn eftir er gengið áfram að Leiti, fram hjá Ólafsskarði, með Blákolli og niður að Litlu Kaffistofunni. Skíðað: um 17 km
Fleiri skíðaferðir 2025
- 18.janúar, Marardalur – Ferðaskíði
- 2.febrúar, Mosfellsheiði - Litla Kaffistofan – Ferðaskíði
- 16.febrúar, Þingvellir – Ferðaskíði
- 2.mars, Bláfjöll - Hlíðarendi – Ferðaskíði
- 15.- 16. mars, Ferðaskíði og tjald, í nágrenni Reykjavíkur
- 6.apríl, Leggjarbrjótur á ferðaskíðum
- 12.apríl, Ármannsfell - Fjallaskíði
- 26.apríl, Eyjafjallajökull, Fjallaskíði
- 3.maí, Tindfjallajökulshringur, Fjallaskíði
- 17.maí, Hvannadalshnúkur & Rótarfellshnjúkur -Fjallaskíði