Fjallamennska I
- Lýsing
31. janúar – 2. febrúar, 3 dagar
Kennt: Kl. 18:00 – 22.00 föstudag og kl. 9-17 laugardag og sunnudag í risi FÍ Mörkinni 6.Mæting: kl. 18 í risi FÍ, Mörkinni 6.Fjallamennska I er 20 klst. helgarnámskeið sem hefst á bóklegum fyrirlestri, upplýsingagjöf og æfingum innandyra áður en haldið er til fjalla. Bókleg kennsla skal fara fram áður en farið er í verklegar æfingar utandyra.
Á námskeiðinu Fjallamennska I eru kennd grunnatriði í ferðalögum um fjalllendi að vetri til. Farið yfir helstu hættur og nemendum kennd undirstöðuatriði í lestri á landslagi, sem og umhverfisvitund. Þá er farið yfir það hvernig skal að bera sig að í fjalllendi og sérstaklega er farið yfir notkun ísaxar og mannbrodda ásamt helstu snjótryggingum.
Námskeiðið er grunnnámskeið í fjallamennsku og nýtist öllum þeim sem ferðast um fjalllendi að vetrarlagi.Leiðbeinandi: Kemur frá Landsbjörgu
- Innifalið
- Innifalið: Kennsla og verklegar æfingar.
Gott að vita:
Í verklegum þætti námskeiðsins þarf hver nemandi að hafa meðferðis: Ísexi, mannbrodda, klifurbelti, hjálm, snjóflóðaýli, sigtól, prússiklykkju og 2-3 læstar karabínur.
Bóka þarf fyrir mánudaginn 20. janúar
Ef ekki næst lágmarksþátttaka verður námskeiðinu aflýst.