Fjalllendið milli Húnaþings og Skagafjarðar
- Lýsing
Hálendið milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu er áhugavert göngusvæði sem er ekki fjölfarið. Um svæðið liggja gamlar þjóðleiðir sem voru bæði farnar á hestum og fótgangandi. Fjalllendið markast af tveimur dölum, Laxárdal og Víðidal en milli þeirra eru Laxárdalsfjöll sem eru há og hrikaleg. Laxárdalur var áður þéttbyggður en fór að mestu í eyði um miðja 20. öld meðan Víðidalur fór mun fyrr í eyði. Báðir dalirnir eru grösugir en snjóþungir og henta ekki fyrir nútímabúskap. Þjóðleið milli dalanna liggur um litla Vatnsskarð sem er mest í 360 m hæð. Gist verður í skálum Ferðafélags Skagfirðinga, Þúfnavöllum í Víðidal og Trölla í Tröllabotnum.
- Brottför/Mæting
- Kl. 11 við tjaldsvæðið á Sauðárkróki
- Fararstjórn
- Innifalið
- Gisting, rúta og fararstjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir bakpokaferð
Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.
Ýmislegt
- Bakpoki, ekki of stór
- Svefnpoki, léttur og hlýr
- Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
- Tjald og tjalddýna
- Göngustafir
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Höfuðljós
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Broddar, ef þurfa þykir
- Peningar
Snyrtivörur / sjúkravörur
- Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
- Verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði / þvottapoki
- Sólvarnarkrem og varasalvi
- Eyrnatappar
Mataráhöld / eldunartæki
- Prímus, eldsneyti og pottur
- Eldspýtur
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Vasahnífur / skæri
Fatnaður
- Góðir gönguskór
- Vaðskór / skálaskór
- Tvö pör mjúkir göngusokkar
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Nærbuxur til skiptana
- Nærföt, ull eða flís
- Flís- eða ullarpeysa
- Millilag úr ull eða flís
- Göngubuxur
- Stuttbuxur
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar
Matur
- Frostþurrkaður matur
- Núðlur eða pasta í pokum
- Haframjöl
- Smurt brauð og flatkökur
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Leiðarlýsing
1.d.,fimmtud. Hittumst við tjaldsvæðið á Sauðárkróki þar sem við skiljum bílanna eftir. Rúta flytur fólkið á upphafstað göngunnar að Strjúgsstöðum þaðan sem við göngum yfir að Þúfnavöllum í Víðidal. Farið er yfir tvö skörð, Strjúgsskarð frá Langadal í Laxárdal og Litla Vatnsskarð frá Laxárdal yfir að Þúfnavöllum í Víðidal. Leiðin liggur að mestu um gróið land og að hluta eftir mörkuðum götum. Leiðin er að hluta til um mýrlendi. Ganga: 15 km. Hækkun: um 500 m.
2.d. Gengið norður Víðidal þar til hann beygir í austur en síðan sveigt í norðvestur yfir Tröllaháls í Tröllabotna. Leiðin er um gróin svæði og að einhverju leyti eftir mörkuðum götum. Þegar fólk hefur komið sér fyrir í skálanum í Tröllabotnum er reiknað með að fara í göngur um nágrennið. Ganga: um 12 km. Hækkun: um 300 m.
3.d. Hluti búnaðar skilinn eftir í Trölla og farið í fjallgöngu upp á Kvosafjall, Digrahnúk og Tröllakirkju. Þaðan verður farið til baka í Trölla þar sem gist verður aðra nótt. Ganga: um 16 km. Hækkun: um 800 m.
4.d. Gengið frá Trölla niður Hryggjardal og Gönguskörð og að bílunum við tjaldsvæðið á Sauðárkrók. Ganga: um 15 km. Hækkun: um 100 m