Garðar, hús og höggmyndir
- Lýsing
Garðar, hús og höggmyndir í eldri hluta Reykjavíkur
Á undanförnum árum hefur Ferðafélag Íslands staðið fyrir borgargöngu í upphafi árs. Að þessu sinni verður leiðsögnin á listrænum nótum. Gangan hefst í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti. Þaðan verður gengið niður holtið í átt að Hljómskálagarði og gamla miðbænum. Á leiðinni verður staldrað við á forvitnilegum stöðum, við byggingar og útilistaverk. Genginn verður 3-4 km hringur og endað á upphafsstað.Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.
- Brottför/Mæting
- Kl. 10:30 úr garðinum við Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir