Heljardalsheiði
- Lýsing
Heljardalsheiði er forn þjóðleið milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Heiðin hefur löngum verið mikið notuð af bæði gangandi og ríðandi ferðamönnum, enda stysta leiðin til Hóla fyrr á tímum. Á 20. öld var símalínan milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur lögð um Heljardalsheiði.
- Brottför/Mæting
- kl. 7 með rútu frá Hólum í Hjaltadal, ekið að Atlastöðum í Svarfaðardal.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Rúta og fararstjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Fróðleikur
Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.
Leiðarlýsing
Við hefjum gönguna frá Atlastöðum innst í Svarfaðardal og göngum fram dalinn undir Hnjótafjalli. Heiðin sjálf er framundan, og slóðin liðast upp bratta hlíð. Á vinstri hönd er falleg syrpa fossa í Svarfaðardalsá. Þegar komið er upp á heiðina, sjást vörður og leifar af símalínunni, sem að hluta til var grafin í jörðu árið 1938.
Efst á heiðinni er Stóravarða, sem var áningastaður ferðamanna á öldum áður. Hún stendur á mörkum Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslu. Þar í nánd er skáli Ferðafélags Svarfdælinga, umkringdur háum og tignarlegum fjöllum.
Um 100 metra austan við vörðuna eru leifar af fornu sæluhúsi.
Við höldum niður í Heljardalsdrögin og blasa Heljardalurinn og stórfenglegt Heljargil fljótlega við. Gengið er brattar brekkur niður í dalinn þar sem áin, Heljará, hefur myndað stórgrýttar eyrar. Við göngum framhjá gömlum réttarbrotum á eyrunum og höldum áleiðis til Kolbeinsdals, þar sem við förum yfir Kolbeinsdalsá, sem getur reynst mikið vatnsfall.
Þar tekur við jeppavegur út Kolbeinsdal yfir Hálsgróf í Hjaltadal, og göngunni lýkur á Hólum.
Ganga: Um 27 km. Hækkun: Um 500 m